Why Jafnréttishús

  • Home
  • Why Jafnréttishús
Shape Image One

Afhverju Jafnréttishús?

Samkvæmt könnun Rauða kross Íslands frá árinu 2006 “Hvar þrengir að” kom í ljós að konur af erlendum uppruna eiga það mest í hættu að verða samfélagslega einangraðar, sérstaklega konur sem eru heimavinnandi og tala hvorki íslensku né ensku. Tungumálið er lykilatriði í því ferli þess hefur Jafnréttishús lagt áherslu á að bjóða konum á íslenskunámskeið sem fyrsta skref til að verða virkar í samfélaginu.  Meira en 120 konur hafa tekið þátt í námskeiðum Jafnréttishúss og þær eru margar ennþá í sambandi við Jafnréttishús. 

Til að kynna íslenska menningu fyrir konum ef erlendum uppruna við höfum við haldið sundnámskeið fyrir konur sem kunna ekki að synda í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Akranesbæ. Þær konur sem hafa tekið þátt í þessum námskeiðum hafa nú það tækifæri að taka þátt í íslenskri menningu og fara reglulega í sund með börnin.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að á krepputímum aukast fordómar og þess vegna sóttum við um styrk frá Innflytjendaráði til þess að halda námskeið fyrir elstu bekki í grunnskólum um fjölmenningarsamfélagið, fordóma og staðalímyndir. Til þess að koma í veg fyrir fordóma meðal unglinga. Námskeiðin voru haldin í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Þegar atvinnuleysi fór að aukast var lögð áhersla á að halda námskeið fyrir atvinnulaust fólk af erlendum uppruna sérstaklega konur, gefa þeim tækifæri á að bæta þeirra íslenskukunnáttu og gera þeim það auðveldara að fara aftur út á vinnumarkaðinn og auka líkur þeirra á því að fá vinnu við þeirra hæfi og draga úr félagslegri einangrun.

Frá og með maí 2008 höfum við fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að halda íslenskunámskeið fyrir innflytjendur. Námskeiðin hafa verið haldin í samstarfi við Rauða kross Íslands, Vinnumiðlun og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Íslensku og lífsleikni námskeið hafa verið haldin í Hafnarfirði, Reykjavík, Akranesi og Reykjanesi og hefur verið ánægja meðal nemenda með þá nálgun Jafnréttishúss að þjálfa fólk í að bjarga sér við daglegar athafnir og með lífsleikniþáttinn það er að setja þau inní íslenskt samfélag og flýta þannig fyrir aðlögunarferlinu. 


Ísland tekur þátt í því verkefni með Sameinuðu þjóðunum að styðja konur í neyð og í september 2008 kom hópur af flóttakonum frá Írak til Akraneskaupstaðar. Það var leitað til Jafnréttishúss vegna reynslu og þekkingar á þessu sviði og gerður samningur til eins árs, hlutverk Jafnréttishúss var að sjá um túlkaþjónustu, samfélagsfræðslu og starfsþjálfun fyrir konurnar og aðstoða börnin í grunn-og leikskóla.