Interpretation Túlkþjónusta

  • Home
  • Interpretation Túlkþjónusta
Shape Image One

Túlkaþjónusta er mikilvæg þjónusta

Notkun túlka fyrirbyggir misskilning á milli fólks oft á erfiðum stundum. Einnig er hægt að segja að túlkar séu millimenningarfólk eða brú fyrir innflytjendur inn í samfélagið.
 
Þeir túlka beint það sem fer á milli fólks, en einnig eru margir túlkar sem útskýra menningarmun og eðli þjónustu fyrir innflytjendum og stundum  einnig fyrir þeim sem veita þjónustuna.

Jafnréttishús hefur sótt um verkefni hjá Leonardo til þess að auka þekkingu túlka á öllum sviðum túlkunar  og til að tryggja faglega túlkun.

Ætlunin er að hafa sérhæfða túlka fyrir heilbrigðiskerfi, félagsþjónustu og í grunn-og leikskólum, sem og fyrir lögreglu og dómskerfi.

Flestir túlkar Jafnréttishúss eru á þriðja ári í HÍ, í íslensku fyrir útlendinga. Nær allir túlkar okkar eru með aðra menntun að auki sem styður við þekkingu og faglega þjónustu.



Jafnréttishús er með rammasamning við Ríkiskaup nr. 4259
einnig
Rammasamning við Reykjavíkurborg 
nr. R 13086

Fyrirlestrar

Jafnréttishús býður upp á fyrirlestra fyrir þá sem nýta sér túlkaþjónustu og þá sem hafa áhuga á að fræðast um aðra starfssemi okkar.

Fyrstu fyrirlestrarnir voru í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hafnarfjarðarbæ og fleiri munu koma í kjölfarið.